Þriðjudaginn þann 21. apríl verður umhverfisdagur Spretts. Markmiðið með þessum degi er að efla umhverfisvitund Sprettara með því að fá alla félagsmenn til að taka til í umhverfi sínu og bæta umgengni almennt.
Umhverfisdagurinn fellur beint inn í umhverfisátak Kópavogsbæjar að þessu sinni. Á þessum degi er lögð áhersla á að taka til utandyra, kringum húsin okkar og í umhverfinu en ekki inni í húsunum. Tiltektardagurinn er mikilvægur dagur á hverju vori fyrir hverfið okkar þar sem margar hendur koma saman og taka til eftir veturinn.
Til dreifingar verða svartir ruslapokar frá bæjarfélögunum á Andvarasvæðinu, Heimsenda og á nýja svæðinu, ásamt áhöldum, hrífum og ruslatínum. Gámar (2-3) verða staðsettir á Kjóavöllum og verða umsjónarmenn þar til taks og taka á móti rusli.
ATH. ekki verður tekið á móti rusli úr húsunum eins og t.d. heyi, almennu sorpi, byggingarúrgangi o.s.frv. – eigendur húsa losa sig við allt slíkt á eigin vegum. Áformað er að hefjast handa klukkan 17:00 en um klukkan 19:30 verður pítsa og gos í boði upp í félagsheimili /reiðhöll fyrir duglega Sprettara.
Sprettarar hjálpumst að og tökum höndum saman þriðjudaginn 21. apríl við að gera glæsilegt hverfi enn glæsilegra.
Umhverfisnefndin.