Nú er að fara af stað nýr hópur Sprettskvenna á hestbaki.
Við ætlum að hittast 2x í viku og æfa okkur í ýmiskonar munstur og
skrautreið... jú og auðvitað eiga skemmtilegar kvöldstundir saman.
Við ætlum að hittast á fimmtudögum og sunnudögum kl 20:00-21:30.
Þetta verða 8 skipti þannig að síðasti tíminn verður 17.maí.
Hugmyndin er að þessi hópur vinni sama til lengri tíma, einhvers konar
sýningarhópur. Með það að markmiði að verða betri og flottari og gera
eitthvað einstakt og skemmtilegt. Tónlist og tölt.
Stefnum á að byrja aftur í janúar 2016
Vonumst auðvitað til að sem flestar ykkar taki þátt í þessu og við
hjálpumst að við að búa til skemmtilegan og flottan kvennahóp og
auðvitað látið þið boðin ganga og hvetjið vinkonur ykkar til að vera
með, þetta er ekki hópur fyrir óvanar konur eða smeikar.
Stjórnandi verður Ragnheiður Samúelsdóttir.
Skráning fer fram í gegnum sportfeng.
Verð 10.000 pr konu