Hið eina sanna Kvennatölt verður haldið í reiðhöll Spretts á Kjóavöllum laugardaginn 18. apríl nk. Forkeppni mun hefjast kl. 10 og stefnt er að því að ljúka mótinu um kl. 18.30. Happy hour verður á barnum til kl. 20.00 með vínkynning frá Mekka Wine&Spirit. Vegna gríðarlegrar þátttöku í Kvennatölti Spretts á laugardaginn hefur mótinu verið flýtt um eina klukkustund hefst því mótið kl. 10 en ekki kl. 11 eins og áætlað var.
Að venju verður boðið upp á keppni í fjórum flokkum; byrjendaflokki, minna keppnisvönum, meira keppnisvönum og opnum flokki. Byrjendur sýna hægt tölt og fegurðartölt upp á valda hönd, allir aðrir flokkar sýna hefðbundið töltprógramm, hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og svo greitt tölt. Aldurstakmark er 18 ár – miðast við ungmennaflokk.
Vinningar í Kvennatöltinu í ár eru ekki af verri endanum. Fyrir glæsilegasta parið í hverjum flokki er folatollur undan vel völdum stóðhestum, Klæng frá Skálakoti, Hrók frá Efsta-Dal II, Nökkva frá Syðra-Skörðugili og Geisla frá Sælukoti. Í vinningakörfunni eru málverk eftir Torfa Harðarson, Helmu og Rúnu Benediktu, snyrtivörur Clinique, hárvörur frá Tony&Guy, beisli frá Jóni Söðla, skart frá Sign, ostakörfur frá MS, reiðtímar í boði Ragnhildar Samúelsdóttur, Súsönnu Sand og Halldórs Guðjónssonar, feldbætiefnið Mirra Coat sem og vegleg peningaverðlaun í fyrstu verðlaun í öllum flokkum.
Dagskrá Kvennatöltsins er eftirfarandi: Forkeppni
Byrjendur: 10.00-10.50
Minna vanar: 11.00-12.15
Matarhlé
Meira vanar: 13.00-14.00
Opinn flokkur: 14.00-15:00
Hlé
B-úrslit Byrjendur: 15.30-15.50
Minna vanar: 15.50-16.10
Meira vanar: 16.10-16.30
Opinn flokkur: 16.30-16.50
Hlé
A-úrslit Byrjendur: 17.10-17.30
Minna vanar: 17.30-17.50
Meira vanar: 17.50-18.10
Opinn flokkur: 18.10-18.3
Það er ennþá tími til æfinga því æfingartímar fyrir Kvennatöltið í Reiðhöll Spretts verða föstudag 17.apríl kl 8-14 og kl: 20-00 - 00.00
Mótstjóri er Gunnar Már Þórðarson en í mótstjórn eru Sólrún Sæmundsen, Hörn Guðjónsdóttir, Stella Björg Kristinsdottir, Guðlaug Jóna Matthíasdóttir, Ásrún Óladóttir, Ninja Maggadóttir, Helena Ríkey Leifsdóttir, Hrafnhildur Pálsdóttir, Nanna Sif Gísladóttir og Ásgerður Gissurardóttir.
Þulir verða Ríkharður Flemming, Níels Ólason og Eysteinn Leifsson.
Dómarar: Halldór Gunnar Victorsson, Páll Briem, Sævar Leifsson, Svafar Magnússon og Guðmundur Björgvinsson.
Ráslista má nálgast á „Kvennatöltið“ Facebook viðburði og niðurstöður forkeppni og úrslita verða einnig settar beint inn á Facebook viðburðinn „Kvennatöltið“