Fréttir
Kvennatöltið, skráningu lýkur á miðnætti
Hið eina sanna Kvennatölt verður haldið í reiðhöll Spretts á Kjóavöllum laugardaginn 18. apríl nk. Forkeppni mun hefjast kl. 11 og stefnt er að því að ljúka mótinu um kl. 19 tekur þá við Skemmtikvöld Spretts í Veislusal Reiðhallar Spretts.Að venju verður boðið upp á keppni í fjórum flokkum; Byrjendaflokki, minna keppnisvönum, meira keppnisvönum og opnum flokki. Byrjendur sýna hægt tölt svo er snúið við og sýnt fegurðartölt, allir aðrir flokkar sýna hefðbundið töltprógramm, hægt tölt, snúið við, hraðabreytingar og svo greitt tölt. Aldurstakmark er 18 ár – miðast við ungmennaflokk. Kvennatöltið var fyrst haldið fyrir 15 árum síðan í Gusti og hefur verið eitt vinsælasta innanhússmót ársins á hverju ári. Vegleg verðlaun verða í boði og aðstaða til keppni frábær í hinni glæsilegu reiðhöll Spretts.
Skráning fer fram á Sportfeng dagana 9. apríl - 13. apríl, skráningagjald er 4500 kr. Skráningu lýkur nú á miðnætti.
Vinningar í Kvennatöltinu í ár eru ekki af verri endanum.
Fyrir glæsilegasta parið í hverjum flokki er folatollur undan vel völdum stóðhestum, til að mynda Nökkva frá Syðra-Skörðugili og Geisla frá Sælukoti.
Í vinningakörfunni eru málverk, snyrtivörur, hárvörur, beisli, skart, ostakörfur, reiðtímar, fóðurbætir og peningaverðlaun í fyrstu verðlaun í öllum flokkum.
Ert þú búin að skrá þig á www.sportfengur.com
Allar upplýsingar má finna viðburðasíðu Kvennatöltsins á Facebook https://www.facebook.com/events/819208034839373/
Kvennatöltsnefnd Spretts