Sunnudaginn 19. apríl kl. 11 hefur Sigrún Sigurðardóttir(reiðkennari) boðist til að koma og kenna okkur að búa til höfuðleður.
Það þarf að panta efnið í höfuðleðrin og því er mikilvægt að skrá sig á þennan viðburð með því að senda mail á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. síðasta lagi miðvikudaginn 15.apríl.
Áætlaður kostnaður verður á bilinu 3000-4000 kr. á hvert höfuðleður. Þau börn sem vilja skreyta sín höfuðleður geta komið með lím og steina eða það sem þau vilja nota til að skreyta.
Með hverju barni þarf einn fullorðinn að mæta og þeir sem eiga ferðasteðja eða litla steðja mega endilega koma með þá, það flýtir fyrir að vera með fleiri en færri. Ef einhver er svo vel búin að eiga hnoð græjur má líka endilega koma með þær.
Skemmtilegur viðburður sem enginn má missa af og gaman fyrir börnin að eiga höfuðleður sem þau hafa sjálf búið til.
Hlökkum til að sjá ykkyur öll
Með kveðju,
Æskulýðsnefndin