Það verður líf og fjör í Sprettshöllinni í kvöld þegar hin árlega Dymbilvikusýning fer fram. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg, ræktunarhópar hestamannafélaga keppa sín á milli, hryssur og stóðhestar koma fram og góður hópur ræktunarbúa. Auk þeirra búa sem nefnd voru fyrr í vikunni má nefna Vesturkot, Fornusanda og Laugarbakka. Þá koma afkvæmi Stíganda frá Stóra-Hofi fram og glæsihesturinn Lexus frá Vatnsleysu mun gleðja gesti ásamt knapa sínum Ævari Erni Guðjónssyni. Þorvaldur Árni Þorvaldsson og ofurhryssan Stjarna frá Stóra-Hofi munu líka leika listir sínar og hið svokallaða Mosógengi mætir á svæðið. Þá verður skeið og sitt hvað fleira skemmtilegt í boði.
Miðasala fer fram við innganginn, miðaverð er aðeins kr. 1.500 og frítt fyrir 12 ára og yngri. Veitingasala er á staðnum og tilvalið að byrja páskafríið á að horfa á flott hross í góðum félagsskap. Allir velkomnir!
Ljósmynd: Sæmundur frá Vesturkoti er á meðal þeirra hesta sem koma fram í kvöld. Ljósm.: vesturkot.is
Dagskráin í kvöld er eftirfarandi:
20:00 Opnunaratriði - Æskan og hesturinn í Spretti, Regnboginn
20:04 Klárhryssur I
20:08 Íþróttamenn Spretts
20:13 Ræktunarhópur - Sörli
20:18 Ræktunarhópur - Sóti
20:23 Ræktunarhópur - Sprettur
20:28 Ræktunarhópur - Máni
20:33 Hestarnir okkar
20:38 Stóðhestar
20:42 Húsafellshestar
20:47 Mosógengið
20:52 Hlé
21:30 Laugarbakkar
21:35 Hrístjörn
21:40 Fet
21:45 Kjartansstaðir
21:50 Alhliðahryssur
21:55 Dalland
22:00 Vesturkot
22:05 Skeið í gegn
22:10 Afkvæmi Stíganda frá Stóra-Hofi
22:15 Aðalból
22:20 Klárhryssur II
22:24 Lexus frá Vatnsleysu
22:28 Stjarna frá Stóra-Hofi
22:32 Sýningarlok