Hin árlega Dymbilvikusýning Spretts verður á sínum stað, kvöldið fyrir skírdag, miðvikudaginn 1. apríl nk. kl. 20 í Sprettshöllinni á Kjóavöllum.
Sýningin er að venju byggð að mestu á ræktunarhrossum, en sýnd verða hross úr ýmsum áttum, stóðhestar og hryssur, yngri og eldri í bland.
Þá munu hestamannafélögin á stórhöfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum keppa sín á milli um besta ræktunarhópinn, en hvert félag sendir hóp hrossa úr ræktun sinna félagsmanna sem sérstök dómnefnd velur úr.
Mörg eftirminnileg hross hafa komið fram í þessu atriði í gegnum tíðina og metnaður í þéttbýlisræktendum að eiga besta hópinn.
Þá má ekki gleyma ræktunarbúum sem verða fjölmörg og fjölbreytt.
M.a. má nefna ræktun Alla Sæm á Aðalbóli, Dalland, Fet, Kjartansstaði og Húsafellshesta.
Þá mun íþróttafólks Spretts 2014 leika listir sínar og sitthvað fleira.
Húsið opnar kl. 19 og fer miðasala fram við innganginn. Miðaverð er aðeins kr. 1.500 og er frítt inn fyrir 12 ára og yngri. Veitingasala á staðnum. Allir eru velkomnir á þessa léttu og skemmtilegu sýningu sem er tilvalin leið til að hefja páskafríið!