Að gefnu tilefni viljum við beina þeim tilmælum til félagsmanna að ganga vel um svæðið okkar og taka með rusl og annað sem fellur til við hin ýmsu tilefni tengt hestamennsku.
Það kom ábending frá Reiðveganefnd að í áningunni í Hlíðarenda, við enda Vífilsstaðahlíðar, hefði aðkoman verið heldur leiðinleg í gær. Í áningunni var mikið magn af tómum bjórdósum á víð og dreif. Við skulum leggja okkur fram við að virða náttúruna, skilja vel eftir okkur og vera fyrirmynd annarra sem stunda útivist á þessu frábæra svæði. Það vita allir að það er erfiðara að reiða með sér dósirnar fullar en tómar heim.
Sýnum svæðinu okkar og náttúrunni virðingu, fyrir okkur sjálf og aðra sem njóta.