Opið Karlatölt Spretts verður haldið föstudaginn 27.mars í Sprettshöllinni. Þrír flokkar verða í boði og er aldurstakmark 18 ár ( miðast við ungmennaflokk);
- Minna vanir (hægt tölt og fegurðartölt)
- Meira vanir (hægt tölt, hraðabreytingar og greitt tölt)
- Opinn flokkur (hægt tölt, hraðabreytingar og greitt tölt)
Aðeins er hægt að skrá í gegnum skráningakerfið www.sportfengur.com. Skráningu lýkur fimmtudaginn 26. mars kl. 12:00 á hádegi. Skráning pr. hest er 4000 kr. Leyfilegt er að skrá fleiri en einn hest.
Stórglæsileg verðlaun í boði, peningaverðlaun, fóður, spónn, ofl. Einnig folatollar undir Laxnes frá Lambanesi, Vökul frá Efri-Brú og Glóðar frá Reykjavík. Sigurvegari í opnum flokki tryggir sér farseðil á töltkeppni ársins „Þeir alllra sterkustu" sem haldin verður í Sprettshöllinni 4. apríl n.k.
Hvetjum alla karla til þess að taka þátt í einu skemmtilegasta karlatölti landsins og hafa gaman saman.
Karlatöltsnefnd Spretts