Nú er síðasta mótinu í Glugga og Gler deild Spretts lokið. Í kvöld fór TopReiter töltið fram í Sprettshöllinni. Þétt var setið á pöllunum og mikil spenna í salnum enda síðasta mótið í mjög vel heppnaðri mótaröð.
Játvarður Jökull, sigurvegari kvöldsins hlýtur JR Special hnakk frá TopReiter. Verðlaunagripir mótsins eru hannaðir og framleiddir af Sign sem er íslenskur skartgripahönnuður.
Stigahæðsta lið kvöldsins var lið Margrétarhofs og hlutu þau liðaplattann í kvöld.
Hér má sjá hvernig úrslitin fóru:
1 Játvarður Jökull Ingvarsson / Röst frá Lækjamóti 7,33
2 Birgitta Dröfn Kristinsdóttir / Barði frá Laugarbökkum 7,06
3 Rósa Valdimarsdóttir / Íkon frá Hákoti 6,72
4-6 2100 Gunnar Tryggvason / Ómur frá Brimilsvöllum 6,50
4-6 Jóhann Ólafsson / Stjörnufákur frá Blönduósi 6,50
4-6 Sigurður Helgi Ólafsson / Lilja frá Ytra-Skörðugili 6,50
7 Rakel Sigurhansdóttir / Ófeig frá Holtsmúla 1 6,44
8 Þorvarður Friðbjörnsson / Glæðir frá Þjóðólfshaga 1 6,22
Meðfylgjandi mynd er af Játvarði og Birgittu tekin af Huldu G. Geirsdóttur