Lokamótið í Gluggar og Glerdeild Áhugamanna fer fram fimmtudaginn 19 mars - þegar keppt verður í tölti í Sprettshöllinni. Mikil spenna er fyrir lokamótið enda keppni spennandi bæði í stigakeppni einstaklinga og ekki síst í liðakeppninni. Það er Topreiter sem er styrktaraðili Töltsins og hlýtur sigurvegari kvöldsins stórglæsilegan JR Special hnakk að gjöf frá Topreiter.
Mótið verður á fimmtudagskvöldið
19 mars í Sprettshöllini og hefst keppni kl. 19:00.Á lokamótinu fá áhorfendur að kjósa vinsælasta liðið og eru í boði glæsileg verðlaun fyrir liðið sem vinnur þá kosningu.
Húsið opnar kl. 17:30 og sem í fyrri mótum mun einvala lið Sprettara sjá um að reiða fram veitingar í Veislusalnum okkar á góðu verði. Í boði verða m.a. eðalsúpa ala Sprettur, pizzur og margt annað. Ljóst er að enginn fer þyrstur eða svangur heim að kvöldi loknu
Við hvetjum alla áhugamenn um hestamennsku að taka kvöldið frá, koma í 0Sprettshöllina, njóta og horfa á spennandi keppni.
Aðgangur er frír.
Ráslistar verða birtir á miðvikudaginn 18 mars.
Hægt er að fylgjast með lifandi niðurstöðum frá kvöldinu á eftirfarandi Facebooksíðu: https://www.facebook.com/events/1592056304340475/ Hlökkum til að sjá ykkur öll.