Aðalfundur kvennadeildar og skemmtikvöld var haldið fimmtudaginn 26. febrúar síðastliðinn.
Sérstakir gestir kvöldsins voru Óli Gísli meistarakokkur sem sýndi nokkur tilbrigði í léttum réttum sem gaman er að bjóða uppá í hesthúsinu. Söngvarinn Bergþór Pálsson kom og spjallaði m.a. um borðsiði og annað skemmtilegt. Listakonan Gréta Engilberts sýndi hönnun sína.
Allir gestir fengu "gleðigjöf" við komu, lífræn vínkynnning, happdrætti ofl. var í boði.
Mikil ánægja var með kvöldið og skemmtu allir sér mjög vel.
Myndirnar sýna fráfarandi stjórn Kvennadeildar og nýja stjórn er tók við á aðalfundinum.
Fráfarandi stjórn Kvennadeildar: frá vinstri: Ólöf Hermannsdóttir, Ágústa Halldórsdottir, Jóhanna Elka Geirsdóttir Ragna Guðmundsdóttir. Matthildur kristjánsdóttir, Þórdís Jónsdóttir og Margrét Þórarinsdóttir
Nýja stjórn Kvennadeildar, frá vinstri: Kristbjörg Hjaltadóttir Jóhanna Elka. Ragna Guðmundsd. Matthildur Kristjánsdóttir Þórdís Jónsdóttir, Margrét Þórarinsdóttir og á myndina vantar Önnu Rós Bergsdóttur.