Frábær mæting var í Sprettshöllina í kvöld en þar fór fram Hraunhamars Slaktaumatölt í Gluggar og Gler deild Spretts. Bekkirnir voru vel setnir og góður andi í húsinu eins og undanfarin keppniskvöld hér í Spretti.
Fyrsta sæti í kvöld hlýtur folatoll undir Herkúles frá Ragnheiðarstöðum, annað sætið fær folatoll undir Arð frá Brautarholti og þriðja sætið fær toll undir Hákon frá Ragnheiðarstöðum. Heildarverðmæti þessara tolla er um 300.000 krónur.
1. sæti - Játvarður Jökull Ingvarsson og Baldvin frá Stangarholti e. 7,46
2. sæti - Þorvarður Friðbjörnsson og Freyþór frá Ásbrú e. 6,75
3. sæti - Halldór Gunnar Victorsson og Nóta frá Grímsstöðum e. 6,63
4. sæti - Þórunn Eggertsdóttir og Gefjun frá Bjargshóli e. 6,50
5. sæti - Sigurbjörn J. Þórmundsson og Sólbrún frá Skagaströnd e. 6,46
6. sæti - Árni Sigfús Birgisson og Elding frá Reykjavík e. 6,38
7. sæti - Viðar Þór Pálmason og Nemi frá Grafarkoti e. 6,33
Stigahæðsta lið kvöldsins var lið Margrétarhofs. Næsta mót fer fram fimmtudaginn 19. mars klukkan 19:00 en þá verður keppt í Tölti í Sprettshöllinni. Hlökkum til að sjá sem flesta í Sprettshöllinni eftir tvær vikur.
Reynir Örn Pálmason tók meðfylgjandi myndir. Til hægri eru Játvarður og Þorvarður en þeir lentu í fyrsta og öðru sæti í kvöld. Hér að neðan má sjá lið Margrétarhofs taka á móti liðaplattanum í kvöld.