Fjölmennur aðalfundur Spretts var haldinn miðvikudaginn 25.02.2015. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf ásamt viðurkenningum og umræðum.
Á fundinum var kjörnir nýjir stjórnarmenn. Úr stjórn gengu Hermann Vilmundarson, sem gaf svo kost á sér aftur til 2ja ára, Brynja Viðarsdóttir, Hannes Hjartarson og Sigurður Halldórsson.
Ný í stjórn voru kjörin Hermann Vilmundarson, Sigurður Tyrfingsson og Ragna Emilsdóttir til tveggja ára og Ólafur Blöndal til eins árs. Á fundinum var ætlunin að kynna ný nöfn á hverfum en ákveðið að lengja frestin í nafnatillögunni.
Á fundinum fóru fram viðurkenningar til unga fólksins í félaginu ásamt því að heiðra Íþróttafólk Spretts 2014.Íþróttafólk Spretts 2014 eru:
- Í flokki 13-16 ára voru valin systkinin Særós Ásta Birgisdóttir og Hafþór Hreiðar Birgisson
- Í flokki eldri en 17 ára voru valin María Gyða Pétursdóttir og Ævar Örn Guðjónsson.
Í flokknum Besti keppnisárangur 2014 fengu eftirfarandi aðilar viðurkenningar:
- Barnaflokkur drengir : Kristófer Darri Sigurðsson
- Barnaflokkur stúlkur : Sunna Dís Heitman
- Unglingaflokkur drengir : Hafþór Hreiðar Birgisson
- Unglingaflokkur stúlkur : Birna Ósk Ólafsdóttir
- Ungmennaflokkur drengir: Arnar Heimir Lárusson
- Ungmennaflokkur stúlkur : María Gyða Pétursdóttir
HvatningaverðlaunVeitt voru ný verðlaun sem eru Hvatningaverðlaun í barna- og unglingaflokki. Við val á er horft er til áhuga, ástundun, framfara og til þátttöku hjá viðburðum félagsins, í keppni og námskeiðaþátttökuhjá félaginu. Einungis er hægt að hljóta þessi verðlaun einu sinni.
Hvatningaverðlaun 2014 hlutu:
- Barnaflokkur : Bryndís Kristjánsdóttir
- Unglingaflokkur: Bríet Guðmundsdóttir
Aðalfundurinn heiðraði einnig þá knapa sem riðu í úrslitum fyrir Sprett á LM 2014.
- Sigurður Baldur Ríkharðsson – 10. Sæti í Barnaflokki
- Sunna Dís Heitmann – 12. Sæti í Barnaflokki
- Hafþór Hreiðar Birgisson – 7. Sæti í Unglingaflokki
- Birna Ósk Ólafsdóttir – 12. Sæti í Unglingaflokki
- María Gyða Pétursdóttir – 3. Sæti í Ungmennaflokki
- Ellen María Gunnarsdóttir – 4. sæti í Ungmennaflokki
- Helena Ríkey Leifsdóttir – 14. Sæti í Ungmennaflokki
Ævar Örn Guðjónsson – fimmti besti tíminn í 150 metra skeiði og fjórði besti tíminn í 250 m skeiði.Í lok fundar undir „Önnur mál" varð töluverð umræða um Landsmót sem varð til þess að Sveinbjörn Sveinbjörnsson og Guðmundur Hagalínsson lögðu fram ályktun sem var svo samþykkt á fundinum.
Hún hljóðar svona:Ályktun aðalfundar Hmf. Spretts 2015.
Aðalfundur Hmf. Spretts haldinn 25. febrúar 2015, lýsir yfir áhyggjum af þeim farvegi sem stjórn L.H. hefur komið Landsmóti hestamanna í með þeirri ákvörðun sinni að óska eftir að mótið verði haldið að Hólum 2016 þrátt fyrir að þar sé aðstaða til stórmótahalds afar takmörkuð. Telur fundurinn að svo óvarlega megi ekki fara með það fjöregg sem Landsmót hestamanna er.
Fundargerð aðalfundar Spretts 2014 verður vistuð á heimasíðu félagsins þegar fundarstjóri og fundarritari hafa lokið frágangi hennar.