Frábær mæting var í Sprettshöllina í kvöld en þar fór fram Úrval Útsýn fimmgangur í Gluggar og Gler deild Spretts. Bekkirnir voru vel setnir og góður andi í húsinu þrátt fyrir vonskuveður og öskudagsfjör víða í bænum.
Í upphafi kvöldsins ávarpaði Pjétur N. Pjétursson formaður Landsliðsnefndar gesti og þátttakendur þar sem Pjétur fór með minningarorð um Einar Öder Magnússon hestamann sem lést eftir erfið veikindi síðastliðinn mánudag. Vottaði salurinn aðstandendum og fjölskyldu Einars samúð sínar með einnar mínútna þögn.
Hér má sjá hvernig úrslitin fóru:
Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Þórunn Hannesdóttir / Austri frá Flagbjarnarholti 6,52
2 Árni Sigfús Birgisson / Sjór frá Ármóti 6,19
3 Sigurbjörn J Þórmundsson / Leistur frá Hemlu II 5,90
4 Þorvarður Friðbjörnsson / Þengill frá Þjóðólfshaga 1 5,79
5 Játvarður Jökull Ingvarsson / Kappi frá Dallandi 5,69
6 Leó Hauksson / Bú-Álfur frá Vakurstöðum 5,62
7 Sigurður Grétar Halldórsson / Álmur frá Skjálg 4,05
Meðfylgjandi mynd er af sigurvegara kvöldsins, Þórunni Hannesdóttur og Austra frá Flagbjarnarholti.
Stigahæsta lið kvöldsins er lið Poulsen, en þeir Þorvarður, Guðmundur og Sigurbjörn tóku við liðaplattanum í kvöld. Næsta mót er slaktumatölt fimmtudaginn 5. mars klukkan 19:00 í Sprettshöllinni. Hlökkum til að sjá sem flesta í Sprettshöllinni eftir tvær vikur.
Valgerður Eyglóardóttir var heppin en hún var dreginn út í Úrval Útsýn getrauninni og vinnur gjafabréf að upphæð 50.000 krónur hjá Úrvali Útsýn. Jónína Birna Björnsdóttir afhenti Valgerði gjafabréfið.