Forskoðun kynbótahrossa fór fram fyrir hádegi. Kristinn Hugason fyrrv. Hrossaræktarráðunautur dæmdi. Alls komu 28 hross til dóms, 25 hryssur og 3 stóðhestar sem allir fengu geldingardóm hjá Kristni með undir 8.00 í byggingardómi. Hryssurnar voru í heildina með hærri forspá en oft áður þar af 15 yfir 8.00.
6 efstu hryssur voru eftirfarandi:
- 1. IS2008235821 Harpa frá Hæl. Eig. Ásta Snorradóttir be. 8.38. (sjá Hörpu á meðfylgjandi mynd sem fengin var að láni frá eiganda hryssunnar).
- 2. IS2011284175 Elka f. Fornusöndum. Eig. Axel Geirsson be. 8.35.
- 3. IS2009225556 Kría f. Álftanesi. Eig. Steinunn Guðbjörnsdóttir be. 8.31.
- 4. IS2011287936 Gló f. Votumýri Eig. Gunnar Már Þórðarson be. 8.26.
- 5. IS2006255162 Þyrla f. Gröf 1. Eig. Valka Jónsdóttir be. 8.17.
- 6. IS2010288903 Rós f. Efstadal 2 Eig. Snæbjörn Sigurðsson be. 8.16.
Þorvaldur Kristjánsson ábyrgðarmaður Hrossaræktarsviðs RML hélt mjög fróðlegan fyrirlestur í hádeginu m.a. um skeiðgenin. Rúmlega 50 manns snæddu úrvalssúpu frá Mattthildi Kristjánsdóttur undir fyrirlestrinum.
Folaldasýning fór fram eftir hádegi, dómarar Þorvaldur Kristjánsson og Daníel Jónsson. 9 merfolöld og 8 hestfolöld mættu til leiks. Nokkur skráð komust eigi vegna veðurs. Í fyrsta sinn í sögu Hrossaræktarfélagsins fengu eigendur folalda í 3 efstu sætum i hvorum flokki, folatoll, hjá stóðhestum í eigu félagsmanna að öllu eða litlu leiti. Þeir félagar höfðu næmt auga fyir hreyfingum og fasi folaldanna. Alltaf erfitt að dæma svona hóp einkum þar sem sum eru rökuð en önnur ekki.
Hryssur.
- 1. IS2014281842 Arðsemi f. Kelduholti. F: Arður f. Brautarholti, M: Gáta f. Hrafnsstöðum. Eigendur: Sigurður H. Ólafsson og Stella Kristinsdóttir. Folatollur: Þór f. Votumýri IS 2008187937 gef: Gunnar Már Þórðarson og Kolbrún Björnsdóttir
- 2. IS.2014281800 Pandóra f. Haga. F: Framherji f. Flagbjarnarholti M: Melkorka f. Hnjúki. Eigandi: Þórir Hannesson. Folatollur: Vökull f. Efri Brú. IS2009188691 Gef: Hafsteinn Jónsson.
- 3. IS2014225042 Hamingja f. Flekkudal. F: Hrói f. Flekkudal. M: Kotra f. Flekkudal. Eig: Guðný Ívarsdóttir. Folatollur:Þytur f. Neðra Seli IS1999186987. Gef: Guðjón Árnason.
Hestar.
- 1. IS2014125048 Hrafn f. Flekkudal. F: Skugga-Sveinn f. Þjóðólfshaga 1, M: Björk f. Vindási. Eig: Sigurður Guðmundsson. Folatollur: Ljósvaki f. Valstrýtu IS2010180716. Gef: Guðjón Árnason.
- 2. IS2014188886 Strákur f. Laugarvatni. F: Lord f. Vatnsleysu M: Stör f. Saltvík. Eig: Guðmundur Birkir Þorkelsson. Folatollur: Kjarni f. Þjóðólfshaga IS20001812814. Gef: Hannes Hjartarson
- 3. IS2014187937 Már f. Votumýri F: Kiljan f Steinnesi M: Önn f. Ketilsstöðum Eig: Gunnar Már Þórðarson og Kolbrún Björnsdóttir. Folatollur: Galdur f. Reykjavík. IS2009125291. Gef: Hörður Jónsson og Sigríður Jónsdóttir.
Uppboð á folatollum fór fram á þorrablóti Hestamannafélagsins Spretts um kvöldið. Gleðigjafinn Þröstur 3000 sá um það og fórst vel úr hendi. Hroosaræktarfélag Spretts hafði ákveðið að láta tekjur af uppboði renna til framkvæmda við kynbótabrautir svæðisins fyrir væntanlega kynbótasýningu á Sprettssvæðinu 26-29 maí 2015. Boðnir voru upp tollar hjá: Arion f. Eystra Fróðholti, Krák f. Blesastöðum, Krók f. Ytra Dalsgerði, Óm f. Kvistum, Sæmundi f. Vesturkoti og Ölni f. Akranesi. Tekjur af þessu uppboði færði félaginu rúma milljón til framkvæmda.
Stjórn Hrossaræktarfélags Spretts þakkar eigendum/umsjónarmönnum þessarra hesta innilega fyrir framlagið. Þeir er: Ársæll Jónsson, Magnús Trausti Svavarsson Kristinn Hugason, Ólafur Ásgeirsson, Finnur Ingólfsson og Reynir Örn Pálmason.
Hannes Hjartarson form.