Minnt er á ræktunardag Hrossaræktarfélags Spretts á morgun, laugardaginn 14 febrúar.
Dagurinn byrjar kl 8:00 í Sprettshöllinni á leiðbeinandi dómum á hrossum á ýmsum aldri sem Kristinn Hugason fyrrverandi hrossaræktaráðunautur BÍ sér um.
Í hádeginu verður Þorvaldur Kristjánsson nýr ábyrgðarmaður hrossaræktarsviðs hjá RML ehf með fræðsluerindi og svarar fyrirspurnum í veislusal Spretts. Allir áhugamenn um hrossarækt eru hvatir til að mæta. Veitingar eru seldar á staðnum.
Klukkan 14 hefst svo folaldasýning þar sem Þorvaldur Kristjánsson og Daníel Jónsson dæma. Í verðlaun eru folatollar undir verðlaunaða stóðhesta.
Um kvöldið verður svo þorrablót Spretts þar sem m.a. verða boðnir upp folatollar undir nokkra garpa úr röðum stóðhesta. Allur ágóði af uppboðinu rennur til framkvæmda við nýjan kynbótavöll Spretts en nk. vor mun í fyrsta sinn haldin kynbótasýning í Spretti.