Minnum á Aðalfund Spretts sem haldinn verður kl. 20 miðvikudaginn 25 febrúar 2015 í veislusal okkar.
Stjórn Spretts hefur ákveðið að leggja fram eftirfarandi tillögu til breytinga á lögum félagsins um breytingu á dagsetningu Aðalfunda og að um leið verði reikningsári félagsins breytt.
4.gr.
Aðalfundur ákveður árlegt félagsgjald sem skal greiða fyrir 1. apríl ár hvert. Félagsmenn bera enga persónulega ábyrgð á skuldbindingum félagsins og ber félagið eitt ábyrgð á skuldbindingum sem stofnað er til í nafni þess. Félagar 67 ára og eldri og þeir sem eru yngri en 18 ára greiða ekki félagsgjald.
Tillaga að breytingu:
4.gr.
Aðalfundur ákveður árlegt félagsgjald sem skal greiða fyrir 1. janúar ár hvert. Félagsmenn bera enga persónulega ábyrgð á skuldbindingum félagsins og ber félagið eitt ábyrgð á skuldbindingum sem stofnað er til í nafni þess. Félagar 67 ára og eldri og þeir sem eru yngri en 18 ára greiða ekki félagsgjald.
5.gr.
Félagar, sem ekki greiða félagsgjald fyrir 1. apríl ár hvert, hafa ekki rétt til að taka þátt í keppnum á vegum félagsins né réttindi á fundum þess á yfirstandandi starfsári (sem er hið sama og reikningsár félagsins), fyrr en þeir hafa greitt skuld sína. Að öðrum kosti falla þeir úr félagsskrá 10. apríl ár hvert. Viðkomandi getur ekki öðlast félagsréttindi á ný nema eldri skuld sé greidd. Brjóti félagi alvarlega af sér gegn lögum og reglum félagsins, er stjórn þess heimilt að víkja honum úr félaginu. Brottviknum félaga er heimilt að áfrýja máli sínu til aðalfundar.
Tillaga að breytingu:
5.gr.
Félagar, sem ekki greiða félagsgjald fyrir 1. janúar ár hvert, hafa ekki rétt til að taka þátt í keppnum á vegum félagsins né réttindi á fundum þess á yfirstandandi starfsári (sem er hið sama og reikningsár félagsins), fyrr en þeir hafa greitt skuld sína. Að öðrum kosti falla þeir úr félagsskrá 10. janúar ár hvert. Viðkomandi getur ekki öðlast félagsréttindi á ný nema eldri skuld sé greidd. Brjóti félagi alvarlega af sér gegn lögum og reglum félagsins, er stjórn þess heimilt að víkja honum úr félaginu. Brottviknum félaga er heimilt að áfrýja máli sínu til aðalfundar.
10.gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda fyrir 1. mars ár hvert, og skal hann boðaður skv. ákvæðum 9. gr. en þó með minnst viku fyrirvara.
Dagskrá aðalfundar er:
1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
4. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða af skoðunarmönnum félagsins.
5. Lagabreytingar, skv. 20. gr.
6. Kosning aðalstjórnar skv. 6. gr.
7. Kosning tveggja endurskoðenda og tveggja til vara skv. 6. gr.
8. Kosning í nefndir skv. 17. gr.
9. Ákvörðun félagsgjalds.
10. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal lögð fram.
11. Önnur mál, sem félagið varðar.
Tillaga að breytingu:
10.gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal halda fyrir 1. desember ár hvert, og skal hann boðaður skv. ákvæðum 9. gr. en þó með minnst viku fyrirvara.
Dagskrá aðalfundar er:
1. Fundarsetning.
2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
3. Formaður leggur fram og kynnir skýrslu stjórnar um störf félagsins á síðasta starfsári.
4. Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins til samþykktar, skoðaða af skoðunarmönnum félagsins.
5. Lagabreytingar, skv. 20. gr.
6. Kosning aðalstjórnar skv. 6. gr.
7. Kosning tveggja endurskoðenda og tveggja til vara skv. 6. gr.
8. Kosning í nefndir skv. 17. gr.
9. Ákvörðun félagsgjalds.
10. Fjárhagsáætlun fyrir næsta ár skal lögð fram.
11. Önnur mál, sem félagið varðar.
11.gr.
Reikningsár félagsins er frá 1. janúar til 31. desember.
Tillaga að breytingu:
11.gr.
Reikningsár félagsins er frá 1. október til 30. september.