Æskulýðsnefndin snjór, brekkur og bara gaman
Næstakomandi sunnudag 18.janúar kl. 15 ætlum við í æskulýðsnefdinni að hittast við áhorfendabrekkurnar hjá nýja vellinum, fyrir framan veislusalinn með sleða, snjóþotur, skíði, plastpoka eða það sem hægt er að nota til að renna sér og hafa gaman saman.Brekkan er tilvalin til að bruna niður í snjónum og meira að segja mismunandi brött eftir stöðum svo allir ættu að geta fundið stað við sitt hæfi. Við auglýsum þetta með fyrirvara um veður en veðurspáin er mjög góð þennan dag heiðskírt og frost.Útreiðarfólk þið vitið af okkur á þessu stað milli 15-17 ef hestunum gæti brugðið við rennandi börn.Hlökkum til að sjá sem flesta og að sjálfsögðu eru allir velkomnir.Með kveðju,Æskulýðsnefndin