Áhugamannadeild Spretts sem hlotið hefur nafnið Gluggar og Gler deildin hefst hún 5 febrúar. Mikil spenna er fyrir deildinni enda er um að ræða fyrsta mót sinnar tegundar á Íslandi fyrir áhugamenn. Það er einnig ljóst að um er að ræða einn stærsta viðburð í hestamennskunni innanhús í vetur þar sem 42 knapar etja kappi í hverri grein.
Öllu er tjaldað til og heyrst hefur af miklum og ströngum æfingum liðanna sem öll hafa ráðið sér þjálfara. Verið er að skipuleggja stuðningsmannalið og svo hefur heyrst að mikið verði lagt upp úr klæðaburði.Búið er að ganga frá samningi við RÚV um gerð 5 þátta um mótaröðina, sýningartími verður auglýstur síðar. Þetta er tímamótasamningur enda í fyrsta skipti sem gerðir verða þættir um hestamennsku áhugamanna hér á landi.
Keppnin hefst í Sprettshöllinni fimmtudaginn 5 febrúar kl. 18:30 með opnunarhátíð og keppni í fjórgangi.Keppni í öðrum greinum fer svo fram eftirfarandi:- Fimmgangur miðvikudaginn 18 febrúar kl: 19:00
- Slaktaumatölt fimmtudaginn 5 mars kl: 19:00
- Tölt fimmtudaginn 19 mars kl: 19:00
Lokahátíð verður svo haldinn 20 mars í Veislusal Spretts þar sem m.a. verða veitt verðlaun fyrir stigahæsta knapann og liðið, vinsælasta liðið ofl.
Aðgangur er frír og hvetjum við alla að mæta.
Í veitingasal Spretts verður hægt að kaupa mat og drykkjarföng á hagstæðu verði meðan keppni fer fram. Eins of fyrr segir eru 14 lið skráð til keppni. Fjórir knapar skipa hvert lið en þrír keppa á hverju kvöldi.
Liðin eru eftirfarandi í stafrósröð:
Barka liðið skipa:
Petra Björk Mogensen
Birgitta Dröfn Kristinsdóttir
Gunnhildur Sveinbjarnardóttir
Rut Skúladóttir
Þjálfari: Hulda Gústafsdóttir
Hagabú liðið skipa:
Sveinbjörn Bragason
Þórunn Hannesdóttir
Þórir Hannesson
Bryndís Snorradóttir
Þjálfari : Ragnheiður Samúelsdóttir
Heimahaga liðið skipa:
Jóhann Ólafsson
Sigurður Helgi Ólafsson
Stella Kristinsdóttir
Halldór Victorsson
Þjálfari : Guðmar Þór Pétursson
Hringhótel liðið skipa:
Anna Berg Samúelsdóttir
Ámundi Sigurðsson
Óskar Þór Pétursson
Gunnar Tryggvason
Þjálfari: Ragnar Hinriksson
Kerckhaert liðið skipa:
Ásta F Björnsdóttir
Rakel Sigurhannsdóttir
Ásgerður Gissurardóttir
Guðrún Margrét Valsteinsdóttir
Þjálfari: Sylvía Sigurbjörnsdóttir
Margrétarhofs liðið skipa:
Játvarður Jökull Ingvarsson
Viðar Pálmason
Páll Viktorsson
Leó Hauksson
Þjálfari: Reynir Örn Pálmarsson
Mustad liðið skipa:
Hrafnhildur Jónsdóttir
Rósa Valdimarsdóttir
Sigurður Gunnar Markússon
Guðni Hólm Stefánsson
Þjálfari: Sigurður V. Matthíasson
Poulsen liðið skipa:
Sigurbjörn Þórmundsson
Ófeigur Ólafsson
Þorvarður Friðbjörnsson
Guðmundur Jónsson
Þjálfari: Sigurður Sigurðarson
Team Kaldi bar liðið skipa:
Sigurður Halldórsson
Árni Sigfús Birgisson
Ingi Guðmundsson
Jón Haukdal Styrmisson
þjálfari: Rúna Einarsdóttir
Kæling liðið skipa:
Jón Steinar Konráðsson
Tinna Rut Jónsdóttir
Sunna Sigríður Guðmundsdóttir
Gunnar Eyjólfsson
Þjálfari: Sævar Örn Sigurvinsson
Toyota Selfossi liðið skipa:
Rúnar Bragason
Karl Áki Sigurðsson
Jóna Margrét Ragnarsdóttir
Þórunn Eggertsdóttir
þjálfarar: Viðar Ingólfsson og Eyrún Ýr Pálsdóttir
Útfarastofa Íslands liðið skipa:
Sverrir Einarsson
Kristín Margrét Ingólfsdóttir
Alexander Ágústsson
Helena Ríkey Leifsdóttir
Þjálfari : Daníel Jónsson
Vagnar og Þjónustu liðið skipa:
Erlendur Ari Óskarsson
Hrefna Hallgrímsdóttir
Brynja Viðarsdóttir
Guðrún Pétursdóttir
Þjálfari : Þorvaldur Árni Þorvaldsson
3 Frakkar liðið skipa:
Smári Adólfsson
Höskuldur Ragnarsson
Bjarni Sigurðsson
Þórhallur Sverrisson
þjálfarar: Sindri Sigurðsson og Theodór Ómarsson