Nú hafa tilnefndingar til knapa ársins 2014 verið birtar. Nefnd um knapaval og viðurkenningar Landsambands Hestamanna sér um að tilnefna fimm knapa í sex flokka; íþróttaknapi, skeiðknapi, gæðingaknapi, kynbótaknapi, efnilegasti knapinn og knapi ársins.
Það er gaman að segja frá því að tveir Sprettarar eru tilnefndir í ár. Hestaíþróttakona Spretts, María Gyða Pétursdóttir er meðal þeirra knapa sem fengu tilnefningu sem „Efnilegasti knapi ársins". María Gyða hefur staðið sig vel á keppnisvellinum á þessu ári og náð glæsilegum árangri má þar nefna árangur þeirra Rauðs frá Syðri Löngumýri á Landsmóti þar sem þau lentu í 3. sæti með einkunninna 8.70 í ungmennaflokki.
Sprettarinn Agnar Þór Magnússon er tilnefndur sem kynbótaknapi ársins. Agnar hefur átt glæsilegt ár og sýnt fjölda kynbótahrossa með glæstum árangri. Ber þó hæðst stórkostleg framganga hans með stóðhestinn Konsert frá Hofi á Landsmóti Hestamanna 2014 þar sem hann setti heimsmet í flokki 4ra vetra stóðhesta (aðaleinkunn 8,72) og stórbætti núgildandi heimsmet.
Til hamingju með tilnefningarnar
Hér má sjá allar tilnefningarnar í alla flokka.Hér má sjá eldri frétt um val á Íþróttafólki Spretts.
Mynd af Konserti og Agnari er fengin að láni hjá Eiðfaxa.