Gleðilegt ár kæru Sprettarar,
Stjórn Spretts og framkvæmdastjóri þakka fyrir gamla árið og við hlökkum til að takast á við árið 2015 með öllum þeim tækifærum sem árið á eftir að bjóða okkur.
Við byrjum árið með með því að kynna nýja gjaldskrá um aðgang að reiðhöllum Spretts. Gjaldið verður kr. 2000 pr mánuð pr. mann og gildir á báðar reiðhallir félagsins.
Um leið þá kynnir stjórnin frábærann samstarfssamning við Skeljung um afslátt af eldsneyti fyrir félagsmenn sem einnig er styrktarsamningur við Sprett.
Um leið og félagsmaður Spretts fær góðan afslátt af eldsneyti á öllum Skeljungs og Orku stöðvum fær Sprettur einnig vissa upphæð af hverjum lítra. Þannig græða allir aðilar.
Samkomulagið hefur það einnig með í för að hægt er að nota aðgangslykilinn að höllinni á allar dælur Skeljungs og Orkunnar.
Afsláttur á eldsneyti er veittur frá verði á verðskilti, og er eftirfarandi:
• 8 kr. afsláttur af líter hjá Shell (almennur afsláttur er 4 kr.)
• 8 kr. afsláttur af líter hjá Orkunni (almennur afsláttur er 3 kr.)
• Tveggja króna viðbótar afsláttur á valinni stöð (10 kr.)
• Stórnotendur (yfir 250 lítra veltu pr. mánuð) 11 kr. afsláttur á öllum Orku- og Shellstöðvum.
• 15 kr. afsláttur af líter á afmælisdegi korthafa/lyklahafa
Einnig munu Skeljungur og Orkan standa fyrir opnum Sprettsdögum þar sem veittur verður sérstakur auka afsláttur tengdur einhverjum viðburði hjá Spretti.
Við hvetjum alla félagsmenn að fá sér aðgangslykill að reiðhöllunum, fá afslátt af eldsneyti og um leið styrkja félagið okkar. Til þess að nálgast lykilinn þarf að hafa samband við Magga, framkvæmdarstjóra Spretts í síma 893-3600 eða nálgast hann á skrifstofunni.
Með kveðjur
stjórn Spretts og Maggi Ben