Námskeiðið skiptist í bóklega og verklega kennslu
Ávinningur: Betri þekking á uppbyggingu skeiðs.
Kröfur til leiðbeinanda: Viðamikil þekking og reynsla af viðfangsefninu og æskileg reynsla af
kennslu. Námsefnið verði sett fram á áhugaverðan hátt og þátttakendur virkjaðir til þátttöku.
Kröfur til þátttakenda: Þeim er ætlað að sýna virkni á námskeiðum og leysa þau verkefni sem lögð
eru fram, og séu með hest sem býr yfir einhverri vekurð.
Tími: 3.apríl kl 20:00
- Fyrsti tíminn verður um forvarnir þ.s.e. tennur í hestum (tannröspun) beyslabúnaður hófhlífar járningar og fleira. Kynning á námsgögnum sem hver nemandi fær. Farið verður yfir heimaverkefni
Þar sem hver nemandi vinnur með sinn hest. þetta verkefni tekur tvær vikur. Þessi tími er 1 og 1/2
kennslustund.
- Í öðrum tíma verður farið yfir myndband um uppbyggingu skeiðs . Þetta myndband er unnið og tekið
upp af Erling Sigurðssyni. Farið verður yfir námsgögnin og ef einhverjar fyrirspurnir eru um þau. þetta
tekur 2 kennslustundir.
- Næsti tími er að viku liðinni þá verður aftur farið yfir myndbandið og einnig annað myndband um skeið fyrr og nú. Þessi tími er 2.kennslustundir.
- Næstu tveir tímar er verklegir tímar innan dyra í reiðhöll (eða gerði,) þar verður stökk og niðurtaka til skeiðs tekið fyrir. Hver tími tekur eina kennslustund fyrir hvern hóp.
- Námskeiðið endar á hringvelli þar sem stökk og niðurtaka til skeiðs verður tekið fyrir. Tíminn tekur eina kennslustund fyrir hvern hóp.
Í fyrstu 3 tímunum sem eru bóklegir geta verið þeir hópar sem skráðir eru. Æskilegast er að ekki séu
fleiri en 4 -5 nemendur í hverjum hópi í verklegu kennslunni .
- Skráning fer fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða síma 8940900
Fræðslunefnd