Aðalfundur Hrossaræktarfélags Spretts var fjölsóttur og létt yfir mannskapnum. Fundurinn hófst á almennum aðalfundarstörfum og verðlaunaveitingum til félagsmanna en úr þessu litla félagi voru hvorki meira né minna en þrjú hross í verðlaunasætum á landsmótinu í sumar.
Eftir þetta kynnti dr. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Mast nýja reglugerð um velferð hrossa en þetta var áhugaverð yfirferð.
Hannes Hjartarson flutti skýrslu stjórnar og skýrði reikninga sem hvoru tveggja var samþykkt samhljóða. Kristinn Hugason var síðan endurkjörinn í stjórn til næstu þriggja ára og Guðjón Tómasson í varastjórn. Árgjald félagsins var samþykkt óbreytt. Smávægilegar breytingar á lögum félagsins (breyting á nafni o.þ.h) voru síðan samþykktar samhljóða. Undir liðnum önnur mál var greint frá því helsta sem framundan er í störfum hjá félaginu, það helsta er ræktunardagur 14. febrúar nk. og vísindaferð vestur og norður um land þann 14. mars og verður hvoru tveggja kynnt betur er nær dregur.
Var síðan gengið til að veita viðurkenningar, fyrst voru veittir nýir farandgripir sem velunnarar félagsins hafa gefið flesta hverja en þeir eru veittir í öllum aldursflokkum stóðhesta og hryssna:
Hér má sjá myndband af ofangreindum hestum(hlekkur).
Um úthlutunina gilda þær reglur að ræktandi hrossins sé skráður og skuldlaus félagsmaður í ræktunardeildinni þegar hrossið er dæmt og að það nái tilskilinni lágmarkseinkunn.
Ræktunarmenn Hrossaræktarfélags Spretts 2014 voru útnefnd þau hjón Kolbrún Björnsdóttir og Gunnar Már Þórðarson fyrir ræktun sína á stóðhestinum Þór frá Votumýri 2 en um úthlutunina gildir sú regla að ræktunarbikar Hrossaræktarfélags Spretts er einungis veittur einu sinni fyrir sama hrossið. Hér má sjá sjá viðtal við Kolbrúnu og Gunnar sem Isibless tók við þau (hlekkur). Einnig má hér sá myndband sem sýnir Þór og Stiku frá Votumýri (hlekkur).
Að loknu fundarhléi fór fram kynning á nýrri reglugerð um velferð hrossa, Sigríður Björnsdóttir dýralæknir flutti greinargott og fróðlegt erindi þar sem hún skýrði m.a. vel á hvern hátt fóðrun hrossa og þá ekki síður of- en vanfóðrun snertir velferð þeirra. Hins vegar voru fundargestir ekki á eitt sáttir um boðskapinn hvað tannröspun og banni við notkun stanga með tunguboga varðar. Sköpuðust um það góðar, málefnalegar umræður.
Öll skjöl, svo sem fundargerð fundarins, viðmiðunarreglur við val á á Hrossaræktarfélaga ársins, ársskýrslan og lög félagsins má nálgast hér á síðunni (hlekkur).
Meðfylgjandi mydn er fengin að láni hjá Isibless.