Hestamannafélagið Sprettur mun bjóða uppá reiðnámskeið fyrir börn og unglinga á aldrinum 6 til 13 ára. Kennt verður 1x í viku í Sprettshöllinni, alls 10 skipti, og hefst kennsla 19.janúar 2015.
Gerð er krafa um að knaparnir mæti með sinn eigin hest og séu fær um að ríða og stjórna sínum hesti sjálf.
Sú nýjung verður að tveir, mjög reynslumiklir, reiðkennarar kenna saman hvern tíma. Það verður því mjög mikil kennsla sem nemendur fá. Kennarar verða Sigrún Sigurðardóttir og Þórdís Anna Gylfadóttir.
Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum frá kl.17-19.
Kennarar áskila sér rétt til þess að raða í hópa eftir aldri og getu.
Þannig er hægt að hámarka kennslu og framfarir hjá hverjum nemanda. Reynt verður að koma til móts við nemendur og foreldra ef einhverjar óskir eru tíma- og dagsetningar.
Meðal þess sem farið verður yfir eru áseta, taumhald, leiðtogaæfingar, vinna í hendi, gangtegundir, jafnvægisæfingar, fimiæfingar, hindrunarstökk og að sjálfsögðu hinir ýmsu leikir.
Skráning fer fram á
http://skraning.sportfengur.com/ og lýkur 15.janúar.
Verð kr 22.000 fyrir Sprettsfélaga.
Nánari upplýsingar gefur Sigrún s.896 1818 og fræðslunefnd Spretts -
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Fræðslunefnd Spretts