Kæru Sprettarar
Nú er auðvelt að afgreiða jólagjafirnar í snatri.
Ykkur býðst sérstakt tilboð á bókinni Tækifærin sem Sprettsfélaginn Ólöf Rún Skúladóttir og dóttir hennar Hjördís Hugrún Sigurðardóttir skrifuðu saman. Bókin er tilvalin í jólagjöf fyrir stráka og stelpur á menntaskólaaldri og í háskólanámi og er hún einnig forvitnileg lesning fyrir alla aldurshópa. Bókin Tækifærin er viðtalsbók þar sem rætt er við fimmtíu konur frá 25 ára og upp úr um þeirra leið í námi og starfi. Hvernig þær náðu markmiðum sínum og létu draumana rætast.
Tækifærin er eiguleg og falleg bók prýdd fjölda mynda. Viðmælendur sinna fjölbreyttum störfum bæði á Íslandi og erlendis. Hvort sem konurnar vinna í San Francisco eða Seattle, London eða í Lúxemborg, í Reykjavík eða Reyðarfirði eiga viðmælendur það sameiginlegt að hafa lokið námi á sviði tækni og raunvísinda.
Frumkvöðlar, forstjórar, vísindamenn, sérfræðingar og ævintýramennska koma við sögu í bókinni.
Viðmælendur deila sögu sinni og gefa góð ráð, einlægar og skemmtilegar frásagnir þeirra eru forvitnilegar.
Markmið bókarinnar er að vekja athygli á forvitnilegum fyrirmyndum og víkka sjóndeildarhringinn, Svo margt spennandi er mögulegt-aðeins þarf að finna kjarkinn og grípa tækifærin.
Á hestbaki í Mongólíu, á hlaupum undan ísbirni á Svalbarða, símtal til Íslands í ofboði úr tíkallasíma í Mexíkó og brúðkaup í Beirút. Allt þetta og meira til fléttast saman við sögur í bókinni.
Hver var leiðin í starfið? Hver eru helstu viðfangsefni? Hvaða ráðum luma viðmælendur á? Engin ein uppskrift er að árangri. Einlægar og skemmtilegar frásagnir eru einstaklega hvetjandi.
Nánar má forvitnast um bókina á vefslóðinni tækifærin.is
Pantið með því að senda póst á netfangið
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Bækurnar verða afhentar miðvikudaginn 17. desember við Sprettshöllina kl 18 eða eftir samkomulagi. Í almennri sölu kostar bókin á milli 5 og 6 þúsund krónur en fyrir
Sprettsfélaga 4300.- krónur.Mögulegt er að fá árituð eintök.
Ólöf Rún Skúladóttir