Haldið var Nefndarkvöld Spretts föstudaginn 14. nóvember. Þar voru saman komnir þeir Sprettarar sem starfað hafa fyrir félagið með setu í nefndum eða þátttöku sem sjálfboðaliðar í tengslum við viðburði félagsins.
Boðið var upp á mat og drykki. Nefndir félagsins stóðu upp og fóru yfir verkefni og starf vetrarins en að því loknu kom Sólmundur Hólm og sló á létta strengi. Frábær stemming var um kvöldið og góður andi meðal hópsins. Greinilega að félagar í Spretti eru miklir stuðboltar, frábærir í félagsstörfum og kunna að skemmta sér. Allir fóru brosandi heim eftir vel heppnaða kvöldstund.
Það er ómetanlegt fyrir félag eins og Sprett að eiga svona mikið af viljugum og duglegum félögum til að starfa fyrir félagið okkar í þeirri uppbyggingu sem á sér stað. Stjórn Spretts vill koma á framfæri þakklæti til félagsmanna fyrir frábært og óeigingjarnt starf undanfarið árið. Ef einhver Sprettari vill koma og vinna fyrir félagið í nefndum hvetjum við fólk til að senda tölvupóst á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..