Nú í dag er spáð ofsaveðri og af því tilefni biður framkvæmdastjóri Spretts félagsmenn að huga að öllu lauslegu í kringum hesthús sín og einnig að hestakerrum sem eru á kerrustæðinu. Mikil hætta getur myndast af öllum lausum hlutum sem geta fokið. Léttir hlutir eru nú þegar farnir af stað á svæðinu og því vert að grípa til ráðstafanna.
Veðurstofa Íslands ber veðrið sem væntanlegt er við ofsaveður sem gekk yfir landið í febrúar 1991.
Hér má sjá svipmyndir frá þessu veðri, byrjar á 4.mín
https://www.youtube.com/watch?v=-eyNf0rmK5E&sns=fb
Einnig er hér tengill á spá veðurstofu Íslands.
http://www.vedur.is/vedur/spar/atlantshaf/#teg=urkoma
Framkvæmdarstjóri