Fræðslunefnd Spretts hefur ákveðið að bjóða uppá skemmtilegt námskeið ef næg þátttaka næst, lágmark eru 4 þáttakendur.
Frábær leið til þess að hefja vetrarþjálfunina. Farið verður í grunnatriði þjálfunar, s.s. að hesturinn sé rólegur og spennulaus, farið verður í gegnum fimiæfingar við hæfi hvers og eins, farið verður yfir líkamsbeitingu hests og knapa, ásetu og ábendingar.
Mikil fræðsla, bæði bóklegt og verklegt.
Kennt verður í 2ja manna hópum, í 45mín, 6 skipti verklegt og 2 skipti bóklegt.
Kennt verður tvisvar í viku, á mánudags- og fimmtudagskvöldum í reiðhöll Spretts.
Hefst mánudaginn 17.nóvember og klárast fimmtudaginn 11.desember. Kennt verður kl 19-22.
Verð 25.000kr,
Kennari er Þórdís Anna Gylfadóttir sem er útskrifaður reiðkennari frá Hólaskóla og hefur m.a. kennt við skólann síðastliðin þrjú ár.
Skráning fer fram í gegnum
http://skraning.sportfengur.com/ Síðasti skráningar dagur er 15.nóvember
Fræðslunefndin