Hestamannafélagið Sprettur hefur verið að vinna við gerð tveggja fræðsluskilta sem verða sett upp von bráðar. Annað skiltið verður staðsett við áningangastað í Gjármótum. Hitt skiltið verður við áningastað víð Vatnsvík í Vatnsendavatni. Á fræðsluskiltunum er reiðleiðakort, ábendingar til hestamanna um umgengnisreglur og fróðleikur um viðkomandi stað. Meðfylgjandi myndir sýna kortin.