Mánudaginn 3.nóv byrja tvenn námskeið hjá Spretti, annars er það mjög vel sótt frumtamningarnámskeið hjá Robba Pet. Þar eru 17 manns skráðir til leiks. Kennt verður í gömlu reiðhöllinni að Hattarvöllum á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum, fyrsti tíminn verður reyndar bóklegur.
Á mánudag hefst einnig kennsla í bóklega hluta knapamerkjanna, kennari þar er Þórdís Anna Gylfadóttir, góð skráning er í flestum stigum knapamerkjanna sem gefur okkur örugglega tóninn fyrir komandi vetur.
Dagskrá fræðslunefndar verður birt fljótlega og vonum við í nefndinni að sem flestir munu finna eitthvað við sitt hæfi.
Fræðslunefnd Spretts