Þá er komið að því spennandi árlega verkefni að velja hestaíþróttamenn og konur Spretts 2014 í flokki 13-16 ára og 17 ára og eldri á vegum Kópavogs og Garðabæjar.
Reglum um val á hestaíþróttamanni/konu ársins voru samþykktar af stjórn Spretts þann 03.12.2013 og verða notaðar áfram við valið í ár.
Stjórn Spretts óskar eftir upplýsingum um árangur á íþróttamótum og gæðingamótum á árinu 2014 á netfangið
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 15 nóvember.
Eftirfarandi eru reglurnar sem samdar voru 2013.:
Við val á hestaíþróttamanni/konu ársins hjá Hestamannfélaginu Spretti mun stjórnin taka tillit til árangurs á eftirftöldum mótum.1. Heimsmeistaramót2. Landsmót hestamanna3. Íslandsmót4. Reykjavíkurmeistaramót5. Gæðingamót Spretts6. Íþróttamót SprettsAuk þess önnur opin stórmót af þeirri stærðargráðu að stjórn telji að eigi að gefa stig og sé löglegt mót. Þá ber stjórninni og að horfa til stöðu viðkomandi, á World Ranking lista.Til hliðsjónar við valið verður knöpum gefin stig fyrir árangur í A – úrslitum á tilnefndum mótum í 1-6 sæti ef 6 eru í úrslitum. Stig gefin í öfugri röð miðað við sæti (1.sæti 6 stig o.s.frv.). Heimsmeistaramót, Landsmót og Íslandsmót gilda tvöfalt. Tekið er tillit til árangurs í A og B flokki, 4gangi, 5gangi, tölti og skeiðgreinum en ræðst einnig af fjölda þátttakenda í hverri grein.
Stjórn Spretts 03.12.2013