Landsþing hestamanna verður haldið á Selfossi daganna 17-18 október n.k. Sprettur sendir skv. félagatali og reglum LH 13 fulltrúa á þingið. Stjórn Spretts hefur valið þá fulltrúa sem sækja þingið fyrir hönd félagsins en þeir eru:
Linda Björk Gunnlaugsdóttir, formaður
Hermann Vilmundarsson, varaformaður
Lárus Finnbogason, gjaldkeri
Kristín Njálsdóttir, ritari
Brynja Viðarsdóttir, meðstjórnandi
Hannes Hjartarson, meðstjórnandi
Sigurður Halldórsson, meðstjórnandi
Magnús Benediktsson, framkvæmdastjóri Spretts
Halldór Halldórsson, formaður reiðveganefndar
Lárus Sindri Lárusson, fulltrúi frá yngri kynslóð Spretts
Anrhildur Halldórsdóttir, nýr formaður Æskulýðsnefndar
Sveinbjörn Sveinbjörnsson, fyrrum formaður
Kristinn Hugason, fulltrúi úr Hrossaræktarnefnd
Hópurinn hefur nú þegar hafið undirbúning um tillögur sem félagið hyggst senda inn á þingið til umfjöllunar en skila þarf inn tillögum fyrir 15 september.
Hvetjum félagsmenn til að hafa samband við þingfulltrúa ef þeir hafa tillögur sem þeir vildu koma á framfæri fyrir þingið. Þingfulltrúarnir taka svo tillögurnar til umfjöllunar.
kveðja frá stjórn