Haustin eru góður tími til þess að meta ástand beitarlanda. Þá er hægt að meta hvaða áhrif sumarbeitin, og eftir atvikum beit liðinna ára, hefur haft á beitarlandið. Beit er í sjálfu sér hvorki góð né slæm en hefur áhrif á gróður og vistkerfi. Fyrir þá sem nýta land er því mikilvægt að átta sig á því hvaða áhrif beitarskipulag þeirra hefur og að geta hagað beitinni þannig að vistkerfinu sé viðhaldið og þar með verðmæti beitarlandsins. Landgræðsla ríkisins hefur gefið út efni til þess að leiðbeina landnotendum við mat á ástandi beitarlands.
Hrossabændur og aðrir áhugasamir geta nálgast bæklinginn Hrossahagar, sem var gefin út árið 1997 og bæklinginn
Fróðleiksmolar um hrossabeit, sem gefin var út 2014.
Hross geta auðveldlega gengið nærri landi vegna þyngdar sinnar og hversu nærri rót þau bíta. Því getur hnignun beitarlandsins
orðið hröð sé ekki að gáð. Afar dýrt getur verið að tapa frjósemi beitarlandsins, það gefur þá minni uppskeru sem leiðir til meiri
heygjafar auk þess sem aðgerðir til að ná æskilegu ástandi geta verið dýrar.
Hér má nálgast bæklinginn.
Landgræðsla ríkisins er með virka Facebook síðu sem hægt er að fylgjast með, til að heimsækja síðuna smellið hér.Héraðsfulltrúar Landgræðslunnar bjóða upp á ráðgjöf við mat á ástandi beitarlanda.
Hægt er að hafa samband í síma 488-3000. Heimasíða Landgræðslu ríkisins er www.land.is.