Við vonum að félagsmenn hafi átt gott sumar í hverfinu, á keppnisbrautinni og í hestaferðum um sveitir landsins.
Stjórn félagsins hefur tekið ákvörðun um að reyna að selja gamla félagsheimilið að Hattarvöllum 1. Fyrir áhugasama má sjá eignina skráða á heimasíðu fasteignasölunnar Hraunhamars undir götuheitinu Hattarvellir.
Húsnæðið er 173,6 fm þar af milliloft 46,8 fm, lóðin er rúmgóð 800 fm, áfast húsnæðinu er hesthús sem fylgir ekki, en er í eigu félagsmanns í hestamannafélaginu Spretti.
Húsið verður selt undir starfsemi tengt hestum, gæti hentað t.d. sem hesthús, eða dýraspítali, reiðskóli eða hvað sem fólki dettur í hug.
Húsnæði þarfnast endurnýjunar og lagfæringa við. Húsnæði er byggt úr timbri og klætt með bárujárni, byggingarár er 1986.
Upplýsingar gefur Helgi sölustjóri hjá fasteignasölunni Hraunhamri sími: 893-2233.