María Gyða Pétursdóttir og Rauður frá Syðri-Löngumýri í B-úrslitum fjórgangi ungmenna.
Nú stendur yfir Íslandsmót í hestaíþróttum bæði fullorðinna og yngri flokka á félagssvæði Fáks í Víðidal.
Fáksfélagar eiga hrós skilið fyrir góða umgjörð á mótinu og gott skipulag.
Sprettarar mæta að sjálfsögðu galvaskir til keppni og eigum við þáttakendur í flestum flokkum.
Unga kynnslóðin stendur sig vel og eigum við nokkra Sprettarar í B-úrslitum en þau fóru fram í dag.
María Gyða Pétursdóttir og Rauður frá Syðri-Löngumýri enduðu í 7.sæti í fjórgangi ungmenna með 6,80 í einkunn.
Kristófer Darri Sigurðsson og Drymbill frá Brautarholti enduðu einnig 7. í fjórgangi barna með 6,10 í einkunn.
Kristófer og Drymbill sigruðu B-úrstlit í tölti barna með 6,28 í einkunn og unnu sér þar með þáttökurétt í A-úrslitum sem fara fram á morgun sunnudag.
María Gyða og Rauður enduðu í 3.ja sæti í tölti ungmenna eftir forkeppni og þar með í A-úrslit sem verða riðin á morgun sunnudag.
Særós Ásta Birgisdóttir endaði í 7.sæti í slaktaumatölti unglinga með 5,77 í einkunn.
Birna Ósk Ólafsdóttir varð í 2.sæti í fimi A í unglingaflokk með 5,92 í einkunn.
Til hamingju Sprettarar.