Nú eru milliriðlar og B-úrslit að baki, Sprettarar slá ekki af velgegninni og standa sig frábærlega.
Milliriðill í unglingaflokk var riðinn á fimmtudag og stóðu Birna Ósk Ólafsdóttir og hesturinn Kolbeinn frá Sauðárkróki og Hafþór Hreiðar Birgisson og hryssan Ljóska frá Syðsta-Ósi sig vel þar. Birna Ósk endaði í 9.sæti með einkunnina 8,44 og þar með sæti í B-úrslitum. Hafþór Hreiðar endaði í 7.sæti og einkuninna 8,53 og þar með sæti í A-úrslitum.
Hópreið var á fimmtudagskvöldið og tóku margir Sprettarar þátt, hátíðleg stund sem gaman er að taka þátt í.
B-úrslit í unglingaflokk voru í gær föstudag og endaði Birna Ósk 11. með einkuninna 8,51, til innilega hamingju Birna.
Í ungmenna flokk keppti Helena Ríkey Leifsdóttir á hestinum Jökli frá Hólkoti í B-úrslitum í ungmennaflokk og endað í 13.sæti með einkuninna 8,46. Innilega til hamingju Helena.
Milliriðill í barnaflokk var riðin í gær, föstudag, Sprettarar áttu 3 fulltrúa í milliriðli og stóðu þau sig öll frábærlega. Sunna Dís Heitmann og hesturinn Bjartur frá Köldukinn og Sigurður Baldur Ríkharðsson á hryssunni Auðdísi frá Traðarlandi komust áfram í B-úrslit en Þorleifur Einar Leifsson var ekki langt undan á hryssunni Heklu frá Hólkoti.
Seinnipartinn í gær þurftu börnin svo að keppa aftur en breytingar höfðu orðið á dagskrá vegna veðurs.
Í B-úrslitum stóðu Sunna og Sigurður sig vel. Sigurður Baldur endaði í 9. sæti með einkuninna 8,64 og Sunna Dís endaði í 11. sæti með einkuninna 8,52. Innilega til hamingju með árangurinn ykkar.
B-úrslit í A-flokk voru einnig í gær og áttu Sprettarar þar einn fulltrúa Gjöll frá Skíðbakka III og Leó Geir, enduðu þau í 9.sæti með einkuninna 8,8 frábær árangur það.
A-úrslit í barna, ungmenna og A-flokk verða í dag laugardag og eigum við Sprettarar fulltrúa í ungmennaflokk og A-flokk.