Æskan og hesturinn verður haldið í reiðhöllinni Víðidal þann 7. apríl næstkomandi. Að vanda ætlar félagið að vera með atriði á sýningunni en æfingar fara fram næstkomandi laugardag, þann 23. mars í reiðhöll Spretts. Erla Guðný og Jonni sjá um æfinguna.
- Æfing fyrir litaatriðið fer fram kl 16:00. Þetta atriði er mjög einfalt í sniðum, ætlað börnum sem geta riðið ein og hafa góða stjórn á hesti sínum frá 9 ára aldri og uppúr. Atriðið á að sýna litafjölbreytni íslenska hestsins en í þessu atriði eiga knapar að vera klæddir í lopapeysu og í svörtum reiðbuxum. Við hvetjum þá sem vilja taka þátt í þessu atriði til að mæta á æfinguna.
- Æfing fyrir félagsatriði Spretts fer fram kl 17:00. Ákveðinn hópur hefur verið að æfa atriði undanfarið en það er mjög mikilvægt að allir sem ætla að vera með mæti næstkomandi laugardag. Búningamálin verða rædd á laugardaginn.
- Líkt og undanfarin ár verður grímureiðin á dagskrá. Þar koma krakkar fram í glæsilegum grímubúningum og verður þeim skipt í tvo flokka, teymingarhóp og þeir sem ríða sjálfir á hægu tölti eða brokki. Þeir Sprettarar sem áhuga hafa á að mæta í grímureiðina þurfa að skrá sig, með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir 5. apríl.
Sjáum vonandi sem flesta á æfingunni næstkomandi laugardag í reiðhöllinni.