Fyrir keppendur í yngri flokkum, börn, unglinga og ungmenni verður Sprettur með aðstöðu að Árbæjarhjáleigu II þar er hægt að fá pláss á húsi fyrir keppnishesta og einnig er hægt að girða úti hólf fyrir þá sem vilja hafa hrossin úti við, fólk verður þá að koma með sína staura og raðbeitarþræði til að girða hólf fyrir hrossin.
Ef keppendur hugsa sér að nýta sér þessa aðstöðu eru þeir vinsamlega beðnir að hafa samband við Lilju 663-2603 eða á netfangið
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. fyrir kl 16:00 á miðvikudag 25.6.
Morgungjafir verða gefnar af heimilsfólki, hver og einn ber ábyrgð á sínum hesti og sinni stíu og verður að moka daglega út og bera spæni undir hestinn sinn. Hey og spænir verða á staðnum.
Hægt verður að koma með hrossin á fimmtudag 26.6 að Árbæjarhjáleigu að æfingu lokinni á Hellu.
Eftir forkeppni fyrir þau hross sem ekki komast áfram er hægt að fá beitarpláss hjá Brynju Viðars i Holtsmúla, Lilju og Birgir í Kaldárholti og einnig á Árbæjarhjáleigu.
Hvetjum líka fólk til að tala saman og sameinast um pláss í kerrur bæði úr bænum og svo daglega á milli staða fyrir austan. Þeir sem eru með laus pláss á kerrum og geta tekið auka hross og einnig þeir sem vantar pláss fyrir sín hross á kerrum eru beðnir að hafa samband við Lilju.
Við hvetjum alla keppendur yngri flokka til að taka þátt í hópreiðinni sem verður á fimmtudeginum 27.6