Viljum benda félagsmönnum á að ræktunarbúið Hofsstaðir - Garðabæ sem Sprettararnir Þórdís, Erla, Jón og Kristín eiga, verður eitt af ræktunarbúunum á Landsmótinu á Hellu nú í sumar. Viljum hvetja fólk til að hofa á sýningarnar sem verða föstudaginn 4. júlí kl 19:45 til 21:00 og taka þátt í símakostningunni sem við í brekkunni fáum að taka þátt og með því velja besta ræktunarbúið.
Áfram Sprettur!Hér að neðan koma frekari upplýsingar um þetta stórglæsilega ræktunarbú frá Spretti.
Hofsstaðir - GarðabæHestamennska þeirra Þórdísar, Erlu, Jóns og Kristínar er lífsstíll, þar sem öll fjölskyldan tekur þátt og öll eru þau áhugafólk um íslenska hestinn. Þau taka virkan þátt í öll sem snýr að hestamennsku – útreiðum, keppni, ferðalögum, hrossarækt og félagsstarfi.
Markmið þeirrar hrossaræktar er að rækta reið- og keppnishross til eigin nota, þar sem áhersla er lögð á gott tölt, gott geðslag, mýkt og vilja. Ræktunin telst í raun ekki á meðal hrossaræktarbúa, heldur er ræktunin áhugamál og þykir þeim gaman að geta sýnt fram á það að hægt er að koma sér upp frambærilegum hrossum með áhuga, ástundun og eftirfylgni.
Ræktunin er ung, elsta hrossið í ræktun þeirra er einungis 9 vetra. Fyrsta folaldið úr þessari ræktun fæddist vorið 2005. Hross þeirra eru þjálfuð og tamin að mestu leyti af þeim sjálfum, þannig telja þau sig kynnast kostum og göllum hrossa sinna og betrumbæta þá eiginleika eftir þörfum í áframhaldandi ræktun.
Á hverju ári fæðast 2-3 folöld og eru mörg spennandi tryppi nú á tamningaraldri, m.a. undan Álfi f. Selfossi, Kráki f. Blesastöðum 1a, Þristi f. Feti, Glotta f. Sveinatungu o.fl. spennandi hestum.
Í ræktunarhópi þeirra sem fram kemur á Landsmóti hestamanna 2014 hafa tvö hross farið í kynbótadóm. Það eru klárhrossin Ás frá Hofsstöðum, sem hlaut m.a. 9,5 fyrir tölt, aðaleinkunn 8,17. og Askja frá Hofsstöðum aðaleinkunn 8,17.
Hin hrossin sem fram koma hafa verið að stíga sín fyrstu skref í keppni með góðum árangri.
Hrossin sem fram koma í ræktunarbúi þeirra á LM 2014 eru eftirfarandi:
Askja frá Hofsstöðum, brún fædd 2006M: Katla frá Flugumýri F: Leiknir f. Vakurstöðum
Eigandi: Þórdís Anna Gylfadóttir og Helga Kristín Sigurðardóttir
Ás frá Hofsstöðum, dreyrrauður stjörn. fæddur 2008M: Brúnka frá Varmadal F: Álfur frá Selfossi
Eigandi: Erla Guðný Gylfadóttir
Dímon frá Hofsstöðum, rauðblesóttur fæddur 2006M: Brúnka frá Varmadal F: Dynur frá Hvammi
Eigandi: Jón Ó. Guðmundsson og Birgir Már Ragnarsson
Draumur frá Hofsstöðum, brúnn fæddur 2006M: Brúða frá Miðhjáleigu F: Aron frá Strandarhöfði
Eigandi: Erla Guðný Gylfadóttir og Ingi Guðmundsson
Gola frá
Hofsstöðum, brún fædd 2006M: Vending frá Holtsmúla F: Grunur frá Oddhóli
Eigandi: Þórdís Anna Gylfadóttir
Glymur frá Hofsstöðum, rauðblesóttur fæddur 2008M: Vending frá Holtsmúla F: Glotti frá Sveinatungu
Eigandi: Jón Ólafur Guðmundsson
Rán frá Hofsstöðum, rauð fædd 2005M: Brúnka frá Varmadal F: Rökkvi frá Hárlaugsstöðum
Eigandi: Kristín Sveinbjörnsdóttir