Því miður tókst ekki að fá félagsjakkapöntunina afgreidda frá Ástund fyrir LM2014.
Keppnisbúningur Sprettara fyrir LM2014 verður því bráðabirgðalausn sem er hvítar buxur og skyrta, svartur jakki með barmmerki Spretts og grænt eða silfrað bindi. Hægt er að nota gömlu Andvara og Gustara bindi/slipps.
Verið er að framleiða barmmerki Spretts sem sauma þarf í svörtu jakkkana. Merkið verður hægt að nálgast hjá Magnúsi framkvæmdastjóra eftir 24. júni.
Ástund leigir út svarta keppnisjakka og eru með töluvert af jökkum til leigu í flestum stærðum - leyfi er fyrir að festa barmmerkið í jakkann.
Verðið á leigu á jakka er kr. 4.900 fyrir tímabilið sem Landsmót stendur. Áhugasömum er bent á að hafa samband við Ástund.
Keppnisjakkinn sem sýndur var í maí er í framleiðslu og verður tilbúinn í haust. Þeir sem þegar hafa greitt inná jakka eiga enn pöntun og hún stendur. Allar frekari upplýsingar um stöðu pantanna fást hjá Petru Björk eða Jónínu.