Á laugardaginn síðasta var haldin hin árlega Kórreiði Sprettskórsins yfir í Gjárétt þar sem grillað var og sungið.
Stjórn Spretts mætti á svæðið til að heiðra Sigríði Sörensdóttir sem verður 90 ára þann 31.maí næstkomandi. Sigríður var einn af stofnfélögum Gusts og sat í stjórn þess félags, svo gerðist hún einnig stofnfélagi í Spretti. Stjórnin afhenti Sigríði medalíu í með kveðju frá Spretti í tilefni af 90 ára afmælinu og einnig var sunginn afmælissöngurinn sem var leiddur af Sprettskórnum.
Sigríður ríður út á hverjum degi og varla sérst til hennar nema öðruvísi en með amk tvo til reiðar. Frábær Sprettari og fyrirmynd okkar hinna í félaginu.
Á myndinni er Sigríður með peninginn í barminum, vinstra megin við Sigríði stendur dóttir hennar en til hægri frá Sigríði er formaður Spretts með hækjuna og snafsahornið.
Hér má sjá viðtal slem Rúv tók við Sigríði þann 29. maí.Hér að neðan má sjá mynd þegar Sprettskórinn söng fyrir Sigríði afmælissönginn