Síðasti skráningadagur er klukkan 18:00 þriðudaginn 28 maí.
Gæðingamót Spretts fer fram dagana 31.05 – 01.06 2014. Skráning fer fram á Sportfeng. Skráning hefst föstudaginn 23.5 og lýkur stundvíslega kl 18 þriðjudag 27.5.
Skráningargjald í gæðingakeppnina er kr 4.000 en fyrir börn og ungingar kr 2.000. Skráningargjald fyrir skeiðgreinar er kr 3.000.
Athugið: Skráning fer ekki í gegn fyrr en skráningargjald hefur verið greitt! Þeir sem ætla að skrá sig í áhugamannaflokk verða að tilkynna það með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Boðir verður upp á eftirfarandi flokka:
A-flokk gæðinga
A-flokk gæðinga áhugamenn
B-flokk gæðinga
B- flokk gæðinga áhugamenn
Ungmenni
Unglingar
Börn
Skeið 100m, 150m, 250m
Pollar
Á gæðingamótinu verður boðið upp á sérstakan flokk fyrir vana polla. Pollum er ekki sætaraðað en allir frá þátttökuverðlaun. Pollum er ekki heimilt að mæta á stóðhestum. Pollar þurfa ekki að skrá sig í gegnum Sportfeng heldur á staðnum.
Glæsileg verðlaun verða í öllum greinum og að auki verður gæðingur mótsins valinn sem og knapi mótsins. Áhugamenn í A og B flokki ríða með reyndari knöpum en áhugamenn ríða svo sérstök úrslit sunnudaginn 1. júní og þurfa þeir sem ætla að skrá sig í áhugamannaflokk að tilkynna það með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (knapi + hestur + keppnisflokkur).
Vinsamlega veitið því athygli að í gæðingakeppni þarf hesturinn að vera í eigu Sprettsfélaga. Keppendur eru beðnir að skoða vel reglur LH sem gilda um þátttöku í gæðingakeppni og þá sérstaklega.
reglur varðandi keppnishesta / réttindi til skráningar
reglur varðandi fótabúnað, beislisbúnað og útbúnað knapa
járningar
Mótanefnd auglýsir eftir aðstoð við ýmis störf á mótinu, en framgangur mótsins veltur alfarið á góðum stuðningi félagsmanna.
Með kveðju
Mótanefnd Spretts