Nú styttist í að margir hestamenn fari af stað í hestaferðir og því ætlum við að bjóða uppá fyrirlestur um ýmislegt sem gott er að hafa í huga.
Fimmtudagskvöldið 22.maí kl:20:00 í Veislusal Spretts .
Tveir sjúkrafluttningsmenn að halda fyrirlestur um ýmislegt sem getur komið uppá á ferðalögum okkar um landið á hestum.
Ef slys gerist eða skyndileg veikindi fólks koma uppá.
Farið verður yfir fyrstu viðbröðg við óhappi eða veikindum, skoðun sjúklings, æskilegur búnaður sem gott er að hafa.
Hvernig tilkynnir maður slys eða veikindi?
Fyrirlesturinn er öllum opin og hvetjum við alla, unga sem aldna að mæta og fara yfir þessi mikilvægu atriði.
Fræðslunefnd Spretts.