Fréttir
Úrslit frá öðrum vetrarleikum
Aðrir vetrarleikar ársins fóru fram hjá hestamannafélaginu Spretti á Kjóavöllum sl. laugardag. Mótið er hluti af þriggja móta vetrarmótaröð þar sem keppt er einu sinni á hringvelli, einu sinni inni í reiðhöll og einu sinni á beinni braut úti. Í þetta skiptið fór mótið fram inni í reiðhöll og var þátttaka góð í öllum flokkum og keppnin jöfn og spennandi. Líkt og á fyrsta móti vetrarins var metþátttaka í pollaflokki og ljóst að Sprettarar þurfa ekki að kvíða framtíðinni með svo marga efnilega unga knapa innanborðs.
Auk þess að vinna verðlaun á hverju móti fyrir sig safna knapar stigum á öllum mótunum þremur og á lokamótinu í apríl verða stigahæstu knapar í hverjum flokki verðlaunaðir sérstaklega.
Hér að neðan má sjá úrslit í öllum flokkum og er gaman að benda á að aldursforsetinn í opnum flokki, Erling Ó. Sigurðsson, gerði sér lítið fyrir og sigraði og það bæði með hjálm og án skáreimar ;)
Mótanefnd Spretts þakkar styrktaraðilum sem lögðu hönd á plóg sem og öllum þeim fjölmörgu félögum sem tóku þátt. Þriðju og síðustu vetrarleikarnir eru svo á dagskrá 6. apríl nk.
Flokkur: Styrktaraðili:
Pollar /teymdir: Vélaverkstæðið Kistufell & Láshúsið
Laufey Þórsdóttir og Stjarni frá Bergstöðum
Nanna Hlín Þórsdóttir og Gáski frá Bergstöðum 20v
Elva Rún Jónsdóttir og Seifur frá Flugumýri 12v
Jóhanna Sigurlilja Sigurðardóttir og Hugbúi frá Kópavogi 17v
Vilhjálmur Árni Sigurðsson og Barón frá Kópavogi 19v
Einar Þór Eyþórsson og Óþokki frá Þórshöfn 19v
Alex Máni Alexeison og Jörfa-Gráni 24v
Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson og Breki frá Húsavík 16v
Guðmundur Orri Sveinbjörnsson og Miðill frá Sauðárkróki 5v
Pollar: Holtabrún Hrossarækt
Guðný Dís Jónsdóttir og Röðull frá Miðhjáleigu 18v
Eygló Eyja Bjarnadóttir og Hrefna frá Hlíðarbergi 20v
Gunnlaugur Friðjónsson og Akkur frá Skarði 14v
Júlía G. Gunnarsdóttir og Matti frá Reykjavík 14v
Herdís Björg Jóhannsdóttir og Blökk frá Mel 21v
Snædís Hekla Svansdóttir og Ás frá Bergstöðum 12v
Sunna Rún Birgisdóttir og Gleði frá Hæl 10v
Börn: Bílamálun Halldórs
1. Herdís Lilja Björnsdóttir og Arfur 13v
2. Hafþór Hreiðar Birgisson og Jörð frá Meðalfelli 13v
3. Kristófer Darri Sigurðsson og Krummi frá Hólum 7v
4. Magnús Sigurðsson og Reykur frá Sauðanesi 18v
5. Þórunn Björgvinsdóttir og Goði frá Blesastöðum 14v
Unglingar: Traðarland
1. Þorvaldur Ingi Elvarsson og Kliður frá Þorlákshöfn 8v
2. Kristín Hermannsdóttir og Hrói frá Skeiðháholti 17v
3. Særós Ásta Birgisdóttir og Hrafn frá Tjörn 8v
4. Bergþóra Harpa Stefánsdóttir og Heikir frá Keldudal 14v
5. Birta Ingadóttir og Sindri frá Hvalnesi 8v
Ungmenni: Hestar ehf. / Spónn
1. Helena Ríkey Leifsdóttir og Dúx frá Útnyrðingsstöðum 10v
2. Símon Orri Sævarsson og Eskill frá Lindarbæ 10v
3. Guðrún Hauksdóttir og Seiður frá Feti 10v
4. Bertha M. Waagfjörð og Skírnir f. Svalbarðseyri 9v
5. Arnar Heimir Lárusson og Goði frá Hólmahjáleigu
Konur II: ALP/GÁK
1. Ragna Björk Emilsdóttir og Gammur frá Kálfholti 15v
2. Rósa Jónsdóttir og Dís frá Reykjum 19v
3. Una Hafsteinsdóttir og Arfur frá Efri-Brú 8v
4. Sigrún Guðmundsdóttir og Esja frá Dalsbúi 9v
5. Margrét Ingunn Jónasdóttir og Gosi frá Arakoti 18v
Karlar II: Vagnar og þjónusta
1. Níels Ólason og Litla Svört frá Reykjavík 6v
2. Sigurður Tyrfingsson og Viðja frá Fellskoti 8v
3. Þorbergur Gestsson og Stjörnufákur frá Blönduósi 7v
4. Björn Magnússon og Kostur frá Kollaleiru 8v
5. Sverrir Einarsson og Kjarkur frá Votmúla 2 7v
Heldri menn og konur (+50 ára): Boðtækni
1. Hannes Hjartarson og Konsert frá Skarði 11v
2. Ívar Harðarson og Bylur frá Hofi I 12v
3. Geirþrúður Geirsdóttir og Myrkur frá Blesastöðum 10v
4. Sigfús Gunnarsson og Vega frá Rauðsgili 16v
5. Guðjón Tómasson og Glaðvör frá Hamrahóli 9v
Konur I: Frjó Quatro
1. Hulda G. Geirsdóttir og Róði frá Torfastöðum, Bisk. 10v
2. Karen Sigfúsdóttir og Stjarni frá Skarði 8v
3. Theodóra Þorvaldsdóttir og Sómi frá Böðvarshólum 10v
4. Brynja Viðarsdóttir og Freyr frá Aðalbóli 8v
5. Jóna Guðný Magnúsdóttir og Háleikur frá Eystri-Hól 8v
Karlar I: ÓP verk
1. Ingimar Jónsson og Birkir frá Fjalli 8v
2. Sigurður Helgi Ólafsson og Rönd frá Enni 8v
3. Kristinn Hugason og Erpur frá Ytra-Dalsgerði 8v
4. Finnbogi Geirsson og Kristall frá Fornusöndum 12v
5. Jóhann Ólafsson og Berglind frá Húsavík 8v
Opinn flokkur: Íslandsbanki
1. Erling Ó. Sigurðsson og Gletta frá Laugarnesi 8v
2. Jón Ó. Guðmundsson og Draumur frá Holtsmúla 8v
3. Hulda Finnsdóttir og Þytur frá Efsta-Dal 9v
4. Ragnheiður Samúelsdóttir og Djásn frá Útnyrðingsstöðum 6v
5. Erla Guðný Gylfadóttir og Arða frá Kanastöðum 6v
Sigurvegarar í opna flokknum taka á móti verðlaunum