FélagsjakkinnÞeir sem misstu af því að máta og panta félagsjakka Spretts í gær hafa kost á því að koma um helgina og panta. Á sunnudaginn 18. maí verða pantanirnar sendar á Ástund en til þess að jakkarnir verði komnir fyrir Landsmót þarf pöntunin að fara af stað á sunnudagskvöld. Það er ósk okkar að sem flestir félagsmenn klæðist félagsbúningum á Landsmótinu á Hellu sem fram fer í sumar.
Eins og áður hefur komið fram mun Ástund sjá um að útbúa félagsjakkan á góðu verði til félagsmanna. Greiða þarf staðfestingargjald við pöntun 15.000 krónur og restin er svo greidd við afhendingu:
Verðin á jökkunum eru:Barnajakki
23.000 krónur + vskFullorðinsjakki
29.000 krónur + vskEinnig verður hægt að panta herra og dömu slifsi og merki félagsins útsaumað fyrir keppnisjakkana.
SprettspeysurUm helgina verður einnig í boði að máta og panta Softshell flíspeysur/jakka merkta Spretti. Boðið verður upp á herrasnið, dömusnið og barnastærðir. Greiða þarf við pöntun og áætlaður afhendingartími verður á Gæðingakeppni félagsins, síðustu helgina í maí.
Verðin á peysunum eru:
Barnapeysa:
8.500 krónur með merkingu og vskFullorðinspeysa:
9.500 krónur með merkingu og vsk.
Hvar er hægt að máta og panta?Hægt verður að máta og panta Félagsjakkann og Sprettspeysuna
klukkan 12:00-14:00 bæði á laugardaginn 17. maí og sunnudaginn 18. maí í veislusal reiðhallar Spretts.
Allar pantanir þurfa að berast um helgina, þar sem enginn lager verður á ofangreindu.