Nú hefur verið tekinn í notkun rekstrarhringur fyrir hesta félagsmanna í Spretti. Hringurinn er 1,2 km að lengt og miðað er við að hver aðili geti rekið hrossin í að hámarki þrjá hringi. Fjöldi hrossa í hringnum hverju sinni er að hámarki 10 stykki. Rekið er á morgnanna til klukkan 9, en eftir þann tíma eru reiðgöturnar opnar aftur fyrir útreiðar.
„Rekstrarstjóri" rekstrarhringsins er Sprettarinn Jóhann Ragnarsson og þurfa félagsmenn að vera í sambandi við hann með að bóka tíma til að reka. Einnig leiðbeinir hann hvernig á að standa að rekstrinum. Reksturinn er frír fyrir skuldlausa félagsmenn en reksturinn þarf
ALLTAF að vera gerður í samráði við Rekstrarstjóra rekstrarhringsins.
Vert er að taka það fram að hross í rekstrarhringnum eru alfarið á ábyrgð eigenda hrossanna. Sprettur mun ekki bera ábyrgð á því
ef hestar slasast í rekstrinum eða ef hestarnir sleppa og valda tjóni.
Síminn hjá Jóhanni Ragnarssyni er 867-6225.