Milli sextíu og sjötíu konur í Spretti lögðu af stað frá Sprettshöllinni síðastliðliðið miðvikudagskvöld í kvennareiðina sem Kvennadeild Spretts skipulagði. Ferðinni var heitið í heimsókn til Fákskvenna en boðið var upp á Baily's áður en lagt var af stað og var að því gerður góður gaumur. Veðrið var frábært og kvöldsólin lék við Sprettskonur á þessu fallega vorkvöldi.
Mikið var sungið og spjallað hjá Fákskonum en þær buðu upp á góðan mat að vanda. Reiðin gekk vel, heimsóknin góð og fóru allar konur sáttar heim eftir góða kvöldstund
Kvennadeildir hestamannafélaganna skiptast á að bjóða nágrannakonum sínum í heimsókn. Í ár heimsækir Sprettskonur bæði Fák og Sörla en að ári munum við bjóða þessum tveim félögum til okkar í Sprett.
Meðfylgjandi mynd sýnir stjórn Kvennadeildar Spretts, frá vinstri: Ragna Guðmundsdóttir, Ólöf Hermannsdóttir, Ágústa Halldórsdóttir, Jóhanna Elka Geirsdóttir, Þórdís Jónsdóttir og Matthildur Kristjánsdóttir.