Eins og hefðin er á Landsmótsári, vinna 30 efstu töltarar landsins sér þátttökurétt í töltkeppni Landsmótsins. Spennan er mikil þegar kemur að því að fylgjast með listanum og nú eru íþróttamótin hafin og knapar farnir að keppa í tölti til að eiga möguleika á að tryggja sér þátttökurétt.
Keppnisnefnd LH vill árétta þau skilyrði sem sett eru vegna þess árangurs sem gildir inn á stöðulistann:
Árangur úr T1 og T3 í fullorðinsflokkum gildir
Knapar 18 ára og eldri eru gjaldgengir til þátttöku, ef þeir ná árangri í flokki/keppni fullorðinna
30 efstu töltarar landsins eiga þátttökurétt í Landsmótstöltinu
Nú, ekki má gleyma skeiðinu á Landsmótinu. Knapar keppast við að ná góðum tímum í 100m, 150m og 250m skeiði til að vinna sér inn þátttökurétt á Landsmóti. Þar gildir einfaldlega að tímar þurfa að nást á löglegu móti og fjöldi knapa í skeiðgreinum á Landsmótum er þessi:
Í 100m skeiði - 20 bestu tímarnir
Í 150m skeiði - 14 bestu tímarnir
Í 250m skeiði - 14 bestu tímarnir
Endanlegir stöðulistar í tölti og skeiði verða birtir 22. júní.
Keppnisnefnd LH