Skráningarfrestur á LÍFStöltið sem fer fram á fimmtudaginn 24. apríl, rennur út klukkan 20.00 í kvöld. Engin ástæða til að bíða fram á síðustu stundu með að skrá sig!
Happdrættið er orðið eitt það svakalegasta í manna minnum, þvílíkir vinningar, folatollar, spænir og handsnyrting svo eitthvað sé nefnt!
Aðstandendur og leikarar úr HROSS Í OSS stýra hinni geysivinsælu brjóstamjólkurreið.
Þetta verður frábær dagur, allt í þágu LÍFS!
Skráning á Sportfeng, skráningargjald er 3500 krónur. Aldurstakmark er 13 ár, miðast við unglingaflokk. Breytingar og afskráningar tilkynnist á netfangið
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 824 7059, Margrét.
http://skraning.sportfengur.com/Skraningkort.aspx?mode=add
Boðið er upp á fjóra keppnisflokka á mótinu:
Byrjendaflokk (skráður sem Annað í Sportfeng), Minna vanar, Meira vanar og Opinn flokk.
Í byrjendaflokki er sýnt hægt tölt og svo tölt á frjálsum hraða, ekkert snúið við. Í hinum flokkunum þremur er sýnt hægt tölt, snúið við, sýnt tölt með hraðabreytingum og svo greitt tölt. Tveir til þrír knapar inni á vellinum í einu og þulur stýrir.
Hlökkum til að sjá allar konur tölta til styrktar LÍFI!